Í upphafi skyldi endinn skoða !
Áður en hafist er handa við vefsíðugerðina er gott að átta sig á
hver sé tilgangurinn með gerð hennar.
- Til hverra viljum við ná?
- Hverju viljum við koma á framfæri ?
- Þurfum við að setja upplýsingar í gagnagrunn ?
- Þurfum við sérsmíðaða síðu?
- Þurfum við kannski bara að setja inn lágmarksupplýsingar um fyrirtækið?
-svona eins og að setja nafnið sitt í símaskránna.
Allt eru þetta atriði sem þarf að huga að í þarfagreiningunni.
Við mætum á staðinn, könnum aðstæður og finnum út með aðstoð ykkar, hvernig vefsíðan þarf að vera.